ágúst 29, 2003
Bjó til ostaköku handa frumburðinum til að hafa með sér í vinnuna. Þessi sem ég gerði núna er svona "sumarbústaðaútgáfa" - niðurmulið súkkulaðikex í botninn, rjómaostur, rjómi og flórsykur hrært saman í þykka blöndu, ferskir ávextir ofan á, nú eða sulta, bara eftir smekk. Ég nota reyndar oft HAUST-kex saman við súkkulaðikexið og velti mulningnum upp úr smjöri á pönnunni. Ég hræri rjómaostinn og þynni hann út með óþeyttum rjóma og set flórsykur saman við. Magnið af honum miðast svolítið við það sem ofan á fer. Ef ég er með jarðarber og aðra súra ávexti, nota ég meira en ef ég er með sæta ávexti eða sultu ofan á. Best er að geyma þetta yfir nótt í kæli. Þetta er einfalt, fljótlegt og gott (finnst mér í það minnsta).