<$BlogRSDURL$>

ágúst 23, 2003

Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær frétti ég af grillteiti sem halda átti í Neðstareit. Svona hverfahátíð í tengslum við Ormsteiti. Við drifum okkur þangað, björninn minn og ég og hringdum í frumburðinn og skipuðum honum að mæta líka.
Þetta gekk allt upp, var bara gaman þegar allt kom til alls.
Það var reyndar á dagskránni að velja í lið til að taka þátt í keppni á Egilsstöðum, í einhverjum undarlegum keppnisgreinum. Við ákváðum, eftir að hafa rætt málið á almennum fundi, að bæta við okkar eigin greinum og tilkynna sigurvegarana strax. Adda sigraði í heyrnarkeppninni, þar sem sannað þótti að hún heyrði hrotur manna vítt um hverfið. Um þetta verður væntanlega skrifuð formleg lygasaga með titilinn "Adda og ofurheyrnin", þegar losnar um ritstífluna hjá Jóni Guðmundssyni barnakennara og fjöllistamanni.
Hin keppnisgreinin var gönuhlaup og var Sif úrskurðuð sigurvegari án keppni og án nokkurra mótmæla.

Ég rölti mig heim eftir teitið og var rétt komin inn úr dyrunum þegar hringt var í mig og mér boðið í svokallað Sissuvinakaffi. Sissuvinir er mjög einangraður félagsskapur sem varð til eftir að JG komst í tæri við ókeypis áfengi, sem að hans sögn er ákaflega göróttur drykkur. Félagið var síðan stofnað á snjóléttum júnídegi - félagar eru 5, heiðursfélagi 1 og svo auðvitað Sissa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?