<$BlogRSDURL$>

ágúst 22, 2003

Ég er með bílinn hans pabba gamla í minni umsjá þessa dagana. Það kom sér vel í morgun þegar ég þurfti að koma Grænlandsförunum tveim og öllu þeirra hafurtaski í flug. Það hefði verið yfirblaðinn lítill bíll ef Fiestan mín hefði þurft að bera þetta allt. Björninn minn er heima og var búinn að fá Fiestuna lánaða í dag. Hann hringdi svo í morgun, fúll, og sagði: "Vissirðu að það var sprungið á bílnum ? " En ég vissi það ekki - alveg satt. Hann fékk síðan að spreyta sig á að skipta um dekk og allt það, en kom svo við hjá mér og sagðist vera búinn að fá nóg af minni "DÓS" (með hæfilegum skammti af fyrirlitningu) að hann vildi fá bíl afa síns í staðinn. Og þetta á að heita karlmaður - a.m.k. verðandi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?