ágúst 25, 2003
Ég skrapp norður á Akureyri í gær og kom aftur í dag. Erindið: að sækja foreldra mína, þar sem þau höfðu lítinn áhuga á annarri rútuferð. Ég fór seinnipart á sunnudag norður. Vegurinn á milli Egilsstaða og Akureyrar hefur breyst mikið til batnaðar á undanförnum árum og er að verða betri ár frá ári.
En vegurinn milli Laxár og Reykjadals !! Oh my god ! Ístak er mesta heimsins drullusokkaverktakafyrirtæki - 13 km af vegi eru búnir að vera ófærir/illfærir í 2 ár TVÖ 'AR !!! Og svo fá þeir myndir og frétt á mbl.is - rosa flottir gæjar að fara að malbika. T'IMI TIL KOMINN - segi ég nú bara. Og auðvitað fór ég út Köldukinn og inn á kísilgúrveginn á leiðinni austur í dag - aðeins lengra en maður eyðileggur þó engin dekk, situr fastur í drullupyttum eða lendir í árekstri við einhverja ÍSTAKSAULA - eins og fólk hefur verið að lenda í á þessum vegarkafla undanfarin 2 ÁR !!
En vegurinn milli Laxár og Reykjadals !! Oh my god ! Ístak er mesta heimsins drullusokkaverktakafyrirtæki - 13 km af vegi eru búnir að vera ófærir/illfærir í 2 ár TVÖ 'AR !!! Og svo fá þeir myndir og frétt á mbl.is - rosa flottir gæjar að fara að malbika. T'IMI TIL KOMINN - segi ég nú bara. Og auðvitað fór ég út Köldukinn og inn á kísilgúrveginn á leiðinni austur í dag - aðeins lengra en maður eyðileggur þó engin dekk, situr fastur í drullupyttum eða lendir í árekstri við einhverja ÍSTAKSAULA - eins og fólk hefur verið að lenda í á þessum vegarkafla undanfarin 2 ÁR !!