ágúst 08, 2003
Í gær keypti ég óvart bíl á leiðinni heim úr vinnunni - ég ætlaði ekkert að kaupa bíl, það gerðist alveg óvænt.
Stundum er bara eins og einhver taki ráðin og vísi veginn. Ég tók beygju til hægri í stað vinstri þegar ég fór af stað heim í gær, þar sem ég sá að einhverjar framkvæmdir voru á götunni þar sem ég er vön að fara.
Á næsta horni er bílasala og þar sá ég standa systur mína og mág, að skoða bíl. Ég renndi inn á planið, rétt til að heilsa upp á þau. Og viti menn, þar fékk ég þessa hugljómun:
Gamli bíllinn þeirra var einmitt bíllinn sem frumburðurinn hefur verið að leita að, gamall, ódýr, nægilega rúmgóður fyrir hann, vel með farinn og líklegur til að endast í 2-3 ár án mikilla fjárútláta. Eftir hálftíma var ég búin að sækja frumburðinn í vinnuna, láta hann prófa og ákveða að kaupa svo bílinn fyrir hans hönd. Við eignuðumst sem sagt bílinn og systir mín og mágur sluppu við að borga tvöföld sölulaun.
Ég hef ekki nokkurt minnsta samviskubit þó ég hafi með þessu haft 50-100 þús. af bílasölunni.
Harðbrjósta ! Já, ég veit það.
Stundum er bara eins og einhver taki ráðin og vísi veginn. Ég tók beygju til hægri í stað vinstri þegar ég fór af stað heim í gær, þar sem ég sá að einhverjar framkvæmdir voru á götunni þar sem ég er vön að fara.
Á næsta horni er bílasala og þar sá ég standa systur mína og mág, að skoða bíl. Ég renndi inn á planið, rétt til að heilsa upp á þau. Og viti menn, þar fékk ég þessa hugljómun:
Gamli bíllinn þeirra var einmitt bíllinn sem frumburðurinn hefur verið að leita að, gamall, ódýr, nægilega rúmgóður fyrir hann, vel með farinn og líklegur til að endast í 2-3 ár án mikilla fjárútláta. Eftir hálftíma var ég búin að sækja frumburðinn í vinnuna, láta hann prófa og ákveða að kaupa svo bílinn fyrir hans hönd. Við eignuðumst sem sagt bílinn og systir mín og mágur sluppu við að borga tvöföld sölulaun.
Ég hef ekki nokkurt minnsta samviskubit þó ég hafi með þessu haft 50-100 þús. af bílasölunni.
Harðbrjósta ! Já, ég veit það.