<$BlogRSDURL$>

ágúst 11, 2003

Helgin var róleg framan af. Við skruppum inn í Víðivallaskóg á föstudagskvöldið og eyddum þar einu geitungabúi. Frumburðurinn hafði það á orði að við værum búin að koma okkur upp einu skrítnu áhugamáli enn. Honum finnst það sérlega undarlegt að menn eyði frítímanum í að ganga á fjöll, tína grjót eða vinna í garðinum. Körfubolti, fótbolti og sund einstaka sinnum er það sem honum gæti sjálfum þótt skemmtilegt.

Veðurspárnar í sumar eru orðnar ein öfugmæli út í gegn. Á laugardaginn var spáð rigningu - en raunin varð hið besta veður sem við hjónin notuðum til að þrífa og bóna bílana. Nú eigum við glansandi hvíta Ford Fiesta, bara fjögurra ára og svo rauðan, ekki alveg eins glansandi Volvo 1974 módel - sem sagt 29 ára gamall. Bóndinn bónaði Volvo af svo miklum krafti að hann fékk strengi í hægri handlegginn.

Í gær fórum við svo í 6 tíma göngu inni í Fljótsdal. Við hjónin, Magga mágkona mín (sem var kölluð Mjallhvít í MA á árum áður) og mágkona hennar, fórum upp á Víðivallaháls utan við Vallholt, gengum inn allan hálsinn og fórum niður ofan við Víðivelli fremri - við svokallaða Sóleyjarbotna.
Miðað við að þetta átti að verða létt sunnudagsganga eru tærnar á mér ótrúlega sárar og aumar í dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?