ágúst 06, 2003
Saltfiskur og geitungar
Ég fékk helling af saltfiski með mér heim frá Mjóafirði um helgina. Ég útvatnaði hann og setti í frost og var jafnframt að hugsa hvort ekki væri rétt að leita uppi einhverjar nýjar matreiðsluaðferðir á þessu hráefni.
Björninn minn sagði þvert nei, saltfisk borðar maður með kartöflum, rófum, hamsatólg og rúgbrauði. Punktur !!
Ég er nú samt að leita mér að uppskriftum - það er verst hvað það er mikill hvítlaukur í flestum þeirra, og ég með ofnæmi fyrir hvítlauk. Fæ bara hjartsláttartruflanir og safna í mig vökva eins og vitleysingur ef ég borða, þó ekki sé nema lítils háttar af hvítlauk. Hundleiðinlegt, en svona er þetta. Ef einhver þarna úti á góða saltfiskuppskrift án hvítlauks, væri gott að frétta af því.
Við fórum svo í annan geitungaleiðangur í gærkvöldi, starfsmaður sem var að slá með orfi í Atlavík í gær, var stunginn og neitar að vinna þar nema þessum kvikindum sé útrýmt. Í þetta skiptið var búið grillað með eldi og síðan fjarlægt. Lyktin af því var viðbjóðsleg. Þetta er samt mikil snilld hvernig þeir vinna sitt verk, það samrýmist bara ekki okkar þörfum.
Björninn minn sagði þvert nei, saltfisk borðar maður með kartöflum, rófum, hamsatólg og rúgbrauði. Punktur !!
Ég er nú samt að leita mér að uppskriftum - það er verst hvað það er mikill hvítlaukur í flestum þeirra, og ég með ofnæmi fyrir hvítlauk. Fæ bara hjartsláttartruflanir og safna í mig vökva eins og vitleysingur ef ég borða, þó ekki sé nema lítils háttar af hvítlauk. Hundleiðinlegt, en svona er þetta. Ef einhver þarna úti á góða saltfiskuppskrift án hvítlauks, væri gott að frétta af því.
Við fórum svo í annan geitungaleiðangur í gærkvöldi, starfsmaður sem var að slá með orfi í Atlavík í gær, var stunginn og neitar að vinna þar nema þessum kvikindum sé útrýmt. Í þetta skiptið var búið grillað með eldi og síðan fjarlægt. Lyktin af því var viðbjóðsleg. Þetta er samt mikil snilld hvernig þeir vinna sitt verk, það samrýmist bara ekki okkar þörfum.