ágúst 19, 2003
Stjórnendur Kastljóssins og aðrir fréttasnápar gengu alveg fram af mér í gær. Í Kastljósinu sat forstöðumaður Hafró og fulltrúi blaðamanna og áttu að skiptast á skoðunum varðandi það sem kallað er "myndatökubann", en er að sögn Hafrómannsins, öryggisatriði. Þessi fulltrúi blaðamanna sagði Hafró-manninn ljúga, þetta væri bara yfirdrep vegna hræðslu við mótmæli. Stjórnendurnir reyndu ekki eitt andartak að sjá hlutina frá sjónarhóli Hafró og veiðimanna heldur mynduðu þau þrjú bandalag gegn Hafró-manninum og það lá við að þau segðu: Viðurkenndu það bara: Þú ert að ljúga !! Svona fólk á ekki að stjórna því sem á að vera umfjöllun sem dregur fram báðar hliðar málsins !
Annað sem ég var að hugsa:
Hvernig ætli manni liði sem ekki hefði stigið á reiðhjól á 18 ár, hefði síðast notað gíralaust hjól með bremsu í pedalanum. Honum hefði síðan verið fengið í hendur tæknilega fullkomið hjól með alls kyns gírum og græjum og yrði að fara sína fyrstu ferð fyrir framan kvikmyndatökuvél, vitandi það að hann yrði stimplaður glæpamaður ef honum tækist ekki að hjóla með glæsibrag !
Maður spyr sig !!!!
Annað sem ég var að hugsa:
Hvernig ætli manni liði sem ekki hefði stigið á reiðhjól á 18 ár, hefði síðast notað gíralaust hjól með bremsu í pedalanum. Honum hefði síðan verið fengið í hendur tæknilega fullkomið hjól með alls kyns gírum og græjum og yrði að fara sína fyrstu ferð fyrir framan kvikmyndatökuvél, vitandi það að hann yrði stimplaður glæpamaður ef honum tækist ekki að hjóla með glæsibrag !
Maður spyr sig !!!!