ágúst 01, 2003
Verslunarmannahelgin er framundan. Ég ætla að vera heima - geri það yfirleitt um þessa helgi. Mesta lagi að ég skreppi á Norðfjörð og kíki á fólkið ef veðrið verður skaplegt. Björninn ætlar á Akureyri - HallóHallóHalló - en frumburðurinn getur ekki ákveðið sig, enda nýbúinn að djamma í heila viku í Færeyjum. Verður sennilega heima í sólbaði eða í sófanum fyrir framan sjónvarpið eftir því hvort hentar betur veðurfarslega. Ætlar samt að skreppa á Stuðmannaball á Norðfirði á sunnudagskvöldið.
Ég fékk nefnilega upp í háls af útihátíðum þegar ég var að vinna á Atlavíkursamkomum á níunda áratug síðustu aldar. Sérstaklega er hátíðin 1983 mér minnisstæð, en þá voru fluttir heilu rútufarmarnir af unglingum allt niður í 13-14 ára börn í Atlavík. Það voru óteljandi uppákomur þessa helgi sem urðu þess valdandi að ég hét því að koma aldrei nálægt svona samkomum framar, slagsmál, brennivínsdauði, kuldi og vosbúð voru einföldu atriðin sem hægt var að grípa inn í og bjarga. Hin málin, nauðganir, þjófnaðir, tilraunir til sjálfsvíga, eiginmenn að berja konur og jafnvel börn, ung börn sem skilin voru eftir ein í tjöldum meðan foreldrarnir voru einhvers staðar á fylleríi, allt þetta var þagað í hel.
ALDREI, ALDREI skal ég standa að, fara á eða eiga á annan hátt aðild að samkomu af þessu tagi. OG HANA NÚ !!!
Ég fékk nefnilega upp í háls af útihátíðum þegar ég var að vinna á Atlavíkursamkomum á níunda áratug síðustu aldar. Sérstaklega er hátíðin 1983 mér minnisstæð, en þá voru fluttir heilu rútufarmarnir af unglingum allt niður í 13-14 ára börn í Atlavík. Það voru óteljandi uppákomur þessa helgi sem urðu þess valdandi að ég hét því að koma aldrei nálægt svona samkomum framar, slagsmál, brennivínsdauði, kuldi og vosbúð voru einföldu atriðin sem hægt var að grípa inn í og bjarga. Hin málin, nauðganir, þjófnaðir, tilraunir til sjálfsvíga, eiginmenn að berja konur og jafnvel börn, ung börn sem skilin voru eftir ein í tjöldum meðan foreldrarnir voru einhvers staðar á fylleríi, allt þetta var þagað í hel.
ALDREI, ALDREI skal ég standa að, fara á eða eiga á annan hátt aðild að samkomu af þessu tagi. OG HANA NÚ !!!