september 28, 2003
Í dag kom kona til mín eftir hádegið og af því hún var orðin leið á sínu verkefni og ég ekkert sérstakt að gera fórum við í gönguferð með myndavélina mína. Við vorum nefnilega að spjalla um þvottasnúrur um daginn og spá svolítið í hvað þær væru mismunandi og hvað þær væru oft skemmtilegt myndefni. Við fórum sem sé af stað og tókum myndir af öllum þvottasnúrum sem við fundum í Hallormsstaðasskógi.
Það var hægt að lesa ýmislegt út úr þessum myndum. Nokkur dæmi:
Allt hornrétt, rauðmálaðir staurar og línurnar í stíl.
- - Vinstrisinnað menntafólk, kennari og verkfræðingur.
Snúra á einum staur, klemmurnar af ýmsum gerðum, hæsti punktur 160 cm.
- - hljóta að vera Hobbittar sem búa þarna.
Snúra á einum staur, línurnar trosnaðar og allt að fara á kaf í gras.
- - Konan fékk sér þurrkara í fyrra.
Einn staur - hinn endinn bundinn í tré. Handklæðunum á snúrunni raðað eftir stærð.
- - Hússtjórnarkennari sem vill hafa náttúrulegt umhverfi í kringum sig.
Á eftir að vinna úr þessu efni og ef mér finnst það nógu gott, set ég kannski upp sýningu á vefnum.
Það var hægt að lesa ýmislegt út úr þessum myndum. Nokkur dæmi:
Allt hornrétt, rauðmálaðir staurar og línurnar í stíl.
- - Vinstrisinnað menntafólk, kennari og verkfræðingur.
Snúra á einum staur, klemmurnar af ýmsum gerðum, hæsti punktur 160 cm.
- - hljóta að vera Hobbittar sem búa þarna.
Snúra á einum staur, línurnar trosnaðar og allt að fara á kaf í gras.
- - Konan fékk sér þurrkara í fyrra.
Einn staur - hinn endinn bundinn í tré. Handklæðunum á snúrunni raðað eftir stærð.
- - Hússtjórnarkennari sem vill hafa náttúrulegt umhverfi í kringum sig.
Á eftir að vinna úr þessu efni og ef mér finnst það nógu gott, set ég kannski upp sýningu á vefnum.