september 17, 2003
Það er komið haustveður allt í einu. Í gærmorgun var héla á bílnum mínum þegar ég fór í vinnuna og núna er komin norðaustan og rigning og mig langar ekkert að fara út til að kaupa mér eitthvað í hádegismat. Það er líka alveg hundleiðinlegt, venjulega enda ég í Kaupfélaginu og fæ mér skyr, ávexti og brauð. Mig langar samt oft í eitthvað betra en þeir staðir sem selja mat hérna eru dálitið fastir í mötuneytisfæði - handa sístækkandi hópi bílstjóra og vinnuvélagúbba - og svo "hamborgarar og franskar", sem eru ekki á mínum óskalista.