<$BlogRSDURL$>

september 28, 2003

Fór á Norðfjörð í gær að setja upp tölvu fyrir pabba. Það gekk alveg skammlaust en tók sinn tíma eins og gengur.

Var svo heppin að lenda í barnaafmæli - nafna mín á afmæli á morgun - verður 7 ára. Í afmælinu voru frænkur mínar á ýmsum aldri - vöxturinn svipaður hjá þeim flestum, grannar og hávaxnar og matarlystin alveg ótrúleg. Það kom einmitt til tals að þær sverðu sig í ættina. Því var einmitt velt upp að forfaðir okkar var tekinn fyrir sauðaþjófnað, oftar en einu sinni, og var sendur á Brimarhólm í þrældóm fyrir vikið. Honum tókst að flýja þaðan og komst í skip til Íslands. Prestur nokkur skaut yfir hann skjólshúsi og falsaði færslu í kirkjubækur, þannig að sauðaþjófurinn fékk nýtt nafn og nýtt líf. Eftir prestinum var svo haft að forfaðir minn hafi ekki verið vondur maður, bara sísvangur.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?