<$BlogRSDURL$>

september 03, 2003

Fósturjörðin fauk upp í öll vit á manni í gær. Hvöss SV-átt sem bar með sér býsnin öll af ryki. Það var einmitt í gær sem ég ætlaði að fara inn að Kárahnjúkum - alveg dæmigerð heppni.
Í staðinn fór ég á fótboltaleik, Höttur að keppa við Víking í Ólafsvík um sæti í 2. deild að ári. Hefði betur sleppt því - úrslitin urðu slæm og mér var tilkynnt á leið út af vellinum að ég væri sennilega óheillakráka - þetta væri trúlega allt mér að kenna.

Ekki sparkaði ég í andstæðinginn og var rekin út af ! Nei, Hattarmenn þurftu enga utanaðkomandi aðstoð við að tapa þessum leik, dómarinn lagði að vísu sitt af mörkum, en allir leikir hafa sinn dómara - ekki satt.

En þetta er ágætt. Nú hef ég pottþétta afsökun fyrir því að fara ekki á leiki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?