september 01, 2003
Ég er búin að heyra ýmsar sögur frá Grænlandi undanfarna daga en þessi toppar allar hinar:
Rasmus hinn danski er búinn að vera að vinna á Grænlandi í sumar og gjarnan verið fluttur á afskekkta staði og skilinn eftir með vistir í nokkra daga og síðan sóttur aftur á tilsettum tíma. Eitt skiptið átti að sækja hann á fimmtudegi en þá var ófært vegna veðurs. Föstudagurinn leið og enginn kom. Rasmus veiddi sér silung því vistirnar voru á þrotum. Borðaði silung í kvöldmat og afganginn í morgunmat daginn eftir. Sama sagan á laugardag. Á sunnudag var Rasmus orðinn leiður á soðnum silungi, fór að safna sér jurtum og rótum til að sjóða sér silungasúpu. Mýið var dálítið ágengt við hann þar sem hann sat yfir pottinum með súpunni, flugnanetið kom í góðar þarfir. En, þegar Rasmus tók pottinn af prímusnum og setti innihaldið, silungasúpuna góðu, í skál, urðu mýflugurnar á undan. Eftir augnablik var komin grá mýflugnaskán á diskinn. Rasmus, sem var orðinn verulega svangur, tók skeiðina sína og hrærði flugurnar saman við og át síðan allt saman !
Ástæðan fyrir því að hann var ekki sóttur var víst sú að Grænlendingurinn sem átti að sækja hann var í fjölskylduveislu sem stóð alla helgina. Hann kom svo á mánudegi og sótti Rasmus og var alveg hissa á að hann skyldi vera eitthvað að gera veður út af þessu.
Rasmus hinn danski er búinn að vera að vinna á Grænlandi í sumar og gjarnan verið fluttur á afskekkta staði og skilinn eftir með vistir í nokkra daga og síðan sóttur aftur á tilsettum tíma. Eitt skiptið átti að sækja hann á fimmtudegi en þá var ófært vegna veðurs. Föstudagurinn leið og enginn kom. Rasmus veiddi sér silung því vistirnar voru á þrotum. Borðaði silung í kvöldmat og afganginn í morgunmat daginn eftir. Sama sagan á laugardag. Á sunnudag var Rasmus orðinn leiður á soðnum silungi, fór að safna sér jurtum og rótum til að sjóða sér silungasúpu. Mýið var dálítið ágengt við hann þar sem hann sat yfir pottinum með súpunni, flugnanetið kom í góðar þarfir. En, þegar Rasmus tók pottinn af prímusnum og setti innihaldið, silungasúpuna góðu, í skál, urðu mýflugurnar á undan. Eftir augnablik var komin grá mýflugnaskán á diskinn. Rasmus, sem var orðinn verulega svangur, tók skeiðina sína og hrærði flugurnar saman við og át síðan allt saman !
Ástæðan fyrir því að hann var ekki sóttur var víst sú að Grænlendingurinn sem átti að sækja hann var í fjölskylduveislu sem stóð alla helgina. Hann kom svo á mánudegi og sótti Rasmus og var alveg hissa á að hann skyldi vera eitthvað að gera veður út af þessu.