<$BlogRSDURL$>

september 10, 2003

Ég fékk lánað þrekhjól fyrir nokkru, staðráðin í að fara að nota það reglulega. Ég var búin að prófa nokkrum sinnum, en alltaf þegar ég var búin að þyngja aðeins stigið, fór að hvína þvílíkt í tækinu að ég og aðrir innanhúss ætluðum hreinlega að ærast. Í gær fékk ég svo bóndann, sem er ansi lagtækur með skrúfjárnið, til að kíkja á gripinn. Hann gerði það og eftir meðferðina gat ég hjólað án þess að vera að ærast af einhverjum hátíðnihljóðum.

Nú hef ég enga afsökun lengur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?