september 05, 2003
Ég fór inn að Kárahnjúkum í gær, ásamt bóndanum og Rikku hinni dönsku. Veðrið var dálítið köflótt - ýmist sólskin eða rigning, rok eða logn eða bara sambland af þessu öllu. Það sem við sáum voru illa byggðar vinnubúðir, vegir á misjöfnu stigi uppbyggingar, yfirfullar rútur af óhrjálegum mönnum á leið frá vinnustað í búðirnar - sjálfsagt átt að gefa þessum greyjum eitthvað að borða.
Ég held að íslendingar ættu að gera eitthvað róttækt í máli þessara manna sem eru lokaðir þarna inni, lengst uppi í óbyggðum, vinna myrkranna á milli við hættuleg störf á skítakaupi - fá frí annan hvorn sunnudag og eru þá keyrðir í Egilsstaði þar sem þeir hafa ekki efni á að gera neitt, nema kannski fara í sund og kaupa sér kók í sjoppunni. Mér er alveg sama hverrar þjóðar þessir menn eru - þetta er ekkert annað en þrælahald !!
Ég held að íslendingar ættu að gera eitthvað róttækt í máli þessara manna sem eru lokaðir þarna inni, lengst uppi í óbyggðum, vinna myrkranna á milli við hættuleg störf á skítakaupi - fá frí annan hvorn sunnudag og eru þá keyrðir í Egilsstaði þar sem þeir hafa ekki efni á að gera neitt, nema kannski fara í sund og kaupa sér kók í sjoppunni. Mér er alveg sama hverrar þjóðar þessir menn eru - þetta er ekkert annað en þrælahald !!