september 15, 2003
Ég fór í réttir í gær - Melarétt í Fljótsdal. Oft hefur nú verið betra veður en núna, því rétt um það bil sem byrjað var að reka til réttar, brast á með hellirigningu og töluverðum vindi. Það kom ekki í veg fyrir að féð var rekið í réttina og dregið í dilka eins og vera ber. Kvenfélagskonurnar seldu sitt kaffi og með því í skúrnum og ég held að þær hafi haft nóg að gera - að minnsta kosti var vinsælt að stinga sér inn í skúrinn í verstu hryðjunum.
Ég brá mér auðvitað inn í almenninginn svona rétt til að rifja upp tilfinninguna við það að draga vænt hrútlamb í dilk. Ég vissi svo sem lítið hver átti hvaða mark en fékk samt prik hjá bændum fyrir að skilja hvað þeir áttu við þegar sögðu: Biti framan hægra og sýlt vinstra. eða eitthvað álíka. Ég kann þetta nokkurn veginn ennþá frá þeim árum þegar ég las allt sem ég komst yfir, þar á meðal bæði markaskrána og símaskrána. Ég komst jafnframt að því að æ fleiri líta bara á bæjarnúmerið sem oft má finna á eyrnamerkjum úr plasti eða áli. Já heimur versnandi fer !!
Svona var umhorfs í réttinni:
Bóndinn var í veiðiferð og kom heim með einn 4 punda lax eftir daginn. Býsna sáttur með það þar sem laxar fást afar sjaldan í þessari á og væntingarnar gera frekar ráð fyrir vænum bleikjum eða þá urriða.
Ég brá mér auðvitað inn í almenninginn svona rétt til að rifja upp tilfinninguna við það að draga vænt hrútlamb í dilk. Ég vissi svo sem lítið hver átti hvaða mark en fékk samt prik hjá bændum fyrir að skilja hvað þeir áttu við þegar sögðu: Biti framan hægra og sýlt vinstra. eða eitthvað álíka. Ég kann þetta nokkurn veginn ennþá frá þeim árum þegar ég las allt sem ég komst yfir, þar á meðal bæði markaskrána og símaskrána. Ég komst jafnframt að því að æ fleiri líta bara á bæjarnúmerið sem oft má finna á eyrnamerkjum úr plasti eða áli. Já heimur versnandi fer !!
Svona var umhorfs í réttinni:
Bóndinn var í veiðiferð og kom heim með einn 4 punda lax eftir daginn. Býsna sáttur með það þar sem laxar fást afar sjaldan í þessari á og væntingarnar gera frekar ráð fyrir vænum bleikjum eða þá urriða.