<$BlogRSDURL$>

september 25, 2003

Ég fór til læknis áðan til að láta skoða hnút aftan á kálfanum sem farinn var að pirra mig. Læknirinn sem ég hitti á, sagði strax, að ég væri með ígerð í fætinum, sennilega útfrá flugnabiti, flís eða einhverju slíku. Ekkert ólíklegt þar sem ég er búin að vera að byggja timburkofa úti í skógi, valsa um allan skóg á stuttbuxum meira og minna frá því í byrjun júlí og flugna- og geitungafár verið með meira móti í sumar.
Hvað um það, hann sagðist geta gert tvennt, annað hvort gefa mér 10 daga skammt af pensillíni og vona það besta, eða skera í ófögnuðinn og vona það besta. Þar sem mér er illa við sýklalyf (þau fara t.d. mjög illa með rauðvíni) bað ég hann að draga fram hnífinn og fjarlægja þetta hið snarasta. Sem hann og gerði, sagði glaðhlakkalegur að þetta væri það skemmtilegasta sem hann gerði og ég held að ég hafi bjargað deginum hjá honum.

Ef þetta dugar, er ég mjög sátt, bæði með snarlega lækningu, nú og að ná í sama "höggi" góðverki dagsins.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?