<$BlogRSDURL$>

september 09, 2003

Ég var að lesa bókina "Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð" núna um helgina. Í henni er að finna alveg óborganlega brandara og í heildina tekið er bókin sprenghlægileg, þótt viðfangsefnið sé af alvarlega taginu, nefnilega vanlíðan fólks, andleg og líkamleg, sem verður til þess að það hefur mestan áhuga á að enda líf sitt.
Ein af aðalpersónunum í bókinni, Rellonen nokkur, á sumarhús við vatn. Meðal sumarhúsaeigenda við vatnið viðgengst sú hefð að sé tekinn tappi úr flösku, skal skilja 1/3 eftir í flöskunni, nú eða meira ef þannig vill til, tappinn rekinn í og flaskan sett út í vatnið. Því mega íbúar við vatnið eiga von á að finna drykkjarföng í fjöruborðinu ef þeir fá sér göngutúr. Ekki amalegt það.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?