<$BlogRSDURL$>

september 12, 2003

Ég var að lesa á blogginu hennar Nönnu um minningar þeirra systra og misjafna sýn á þá atburði.
Furðulegt með þessar systur sem eru árinu yngri, hvað allt sem aflaga fór í þeirra bernsku er okkur eldri systrunum að kenna. Systir mín var alltaf að meiða sig og ævinlega var sökin að einhverju eða öllu leyti mín. Ekki var það þó mín sök að hún var hálfblind og var þess vegna alltaf að reka sig á. T.d. brotna ljósaperu sem ég hélt á í hendinni, nú eða skammbitannn á skemmuloftinu, þar sem við lékum okkur að hlaupa á tunnum. Leikurinn sá fólst í að standa á tunnunni og halda sér í skammbitann, taka mið á næsta bita og reyna síðan að ganga á tunnunni þangað. Hún sá ekkert og nennti ekki að vera með gleraugu, því fór sem fór. Augabrúnir höggnar og göt komu á enni.
Hver heilvita maður sér að ég kom þar hvergi nálægt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?