<$BlogRSDURL$>

september 05, 2003

Á leiðinni inn að Kárahnjúkum í gær urðu á vegi okkar hreindýraveiðimenn. Við sáum líka hópinn sem þeir voru að eltast við - örugglega á annað hundrað dýr. Þeir höfðu greinilega haft erindi sem erfiði því eitt dýr lá í kælingu í Laugaránni, bundið við kerru úti í miðri á. Í bakaleiðinni sáum við gaurana með 2-3 dýr á kerru - voru að búa sig til heimferðar.
Þessir hafa átt einhverja aura því mér skilst að bara leyfið til að skjóta einn tarf sé nálægt hundraðþúsundkallinum. Þá áttu eftir að fá leiðsögumann, bíl og allt það, sem líka kostar sitt. Hver munnbiti af þessu kjöti verður því dálítið dýr.
Heppin var ég að borða þetta svo oft á árum áður að mér finnst þetta svona næstum hvunndagsmatur og dettur ekki til hugar að kaupa þetta kjöt dýrum dómum. Verð samt að viðurkenna að vel elduð hreindýrasteik er ákaflega ljúffeng.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?