september 12, 2003
Mér voru gefnar nokkrar gæsabringur núna nýlega. Vandinn er bara sá að ég hef alla tíð haft andstyggð á fuglakjöti, lærði t.d. ekki að borða kjúklinga fyrr en eftir tvítugt. Ástæðan fyrir þessú er líklegast sú að móðir mín er haldin fuglafóbíu. Hún þolir ekki fugla nálægt sér, finnst þeir ógeðslegir á allan hátt.
En mér voru semsagt gefnar úrbeinaðar gæsabringur og er sagt að þetta sé herramannsmatur. Ég hef bara ekki græna glóru hvernig ég á að meðhöndla þetta hráefni. Lýsi hér með eftir góðum ábendingum.
En mér voru semsagt gefnar úrbeinaðar gæsabringur og er sagt að þetta sé herramannsmatur. Ég hef bara ekki græna glóru hvernig ég á að meðhöndla þetta hráefni. Lýsi hér með eftir góðum ábendingum.