september 30, 2003
Sumir dagar eru svo leiðinlegir og litlausir að það er ekkert skemmtilegt um að skrifa. Gærdagurinn var einn af þeim. Allt sem ég tók mér fyrir hendur rann einhvern veginn út í sandinn.
Ég var búin að forrita dálítinn stubb sem átti að smellpassa við það sem félagi minn var að gera. Það fór allt í klúður þegar við ætluðum að keyra þetta saman og er ennþá óleyst mál.
Ég lánaði birninum bílinn minn og ætlaði að fara á puttanum heim, labba svolítið í leiðinni og svoleiðis. Byrjaði þá ekki að hellirigna rétt upp úr hádeginu. Það er svo sem allt í lagi að labba í rigningunni ef maður hefur réttu græjurnar, en þær voru sem sagt heima.
Ég ætllaði að vinna svolítið í tölvunni minni þegar ég kom heim, en var þá orðin svo illa haldin af einhverri magakveisu að ég gerði ekki neitt.
Það á að strika svona daga út af dagatalinu !!
Ég var búin að forrita dálítinn stubb sem átti að smellpassa við það sem félagi minn var að gera. Það fór allt í klúður þegar við ætluðum að keyra þetta saman og er ennþá óleyst mál.
Ég lánaði birninum bílinn minn og ætlaði að fara á puttanum heim, labba svolítið í leiðinni og svoleiðis. Byrjaði þá ekki að hellirigna rétt upp úr hádeginu. Það er svo sem allt í lagi að labba í rigningunni ef maður hefur réttu græjurnar, en þær voru sem sagt heima.
Ég ætllaði að vinna svolítið í tölvunni minni þegar ég kom heim, en var þá orðin svo illa haldin af einhverri magakveisu að ég gerði ekki neitt.
Það á að strika svona daga út af dagatalinu !!