september 23, 2003
Á sunnudaginn sat ég við að yfirfara efni sem pabbi minn hefur safnað og skráð og er að hugsa um að gefa út. Ég sé fram á að þetta verður heilmikil vinna en vonandi tekst okkur að fá í þetta einhverja styrki, þannig að dæmið gangi upp. Ég hef verið að afla mér upplýsinga um aðila sem veita styrki til útgáfustarfsemi af ýmsu tagi (og þigg allar góðar ábendingar þar um).
Veðrið hefur líka verið þannig að útivera heillar ekki mikið. Björninn minn var eins og skógarbjörn í laginu þegar hann kom heim úr vinnunni í gær, kuldagallinn ystur, síðan úlpan og svo peysan. Ég þarf svo að fara í dag og finna handa honum norskar ullarbuxur, þessar bláu sem hann hefur ekki fengist til að nota síðan hann var innan við fermingu, nema í garðvinnu og á rjúpnaveiðum með afa sínum. En núna finnur hann á eigin skinni að það borgar sig að vera vel klæddur.
Ekki vill hann verða eins og Ítalirnir og Portúgalarnir sem sitja kappklæddir og nötrandi inni í bílunum, með miðstöðina á fullu og neita að fara út. Kuldinn sé svo óskaplegur. Það er vissulega kalt uppi á Fljótsdalsheiði í norðan strekkingi og 6-8 stiga frosti en þetta er samt bara forsmekkurinn.
Veðrið hefur líka verið þannig að útivera heillar ekki mikið. Björninn minn var eins og skógarbjörn í laginu þegar hann kom heim úr vinnunni í gær, kuldagallinn ystur, síðan úlpan og svo peysan. Ég þarf svo að fara í dag og finna handa honum norskar ullarbuxur, þessar bláu sem hann hefur ekki fengist til að nota síðan hann var innan við fermingu, nema í garðvinnu og á rjúpnaveiðum með afa sínum. En núna finnur hann á eigin skinni að það borgar sig að vera vel klæddur.
Ekki vill hann verða eins og Ítalirnir og Portúgalarnir sem sitja kappklæddir og nötrandi inni í bílunum, með miðstöðina á fullu og neita að fara út. Kuldinn sé svo óskaplegur. Það er vissulega kalt uppi á Fljótsdalsheiði í norðan strekkingi og 6-8 stiga frosti en þetta er samt bara forsmekkurinn.