september 09, 2003
Það var keypt skúffukaka með kaffinu hér í vinnunni í gær. Þegar biti nr. 2 var skorinn, kom í ljós langt og myndarlegt hár. Sumir fölnuðu og sögðust ekki hafa lyst. Aðrir sögðu, "Hvahh, þett'er bara hár !!" en fengu sér samt ekki neitt. Megrun eða eitthvað.
Svo voru þeir sem fengu sér ótrauðir bita - og sögðu: " Það þarf nú að minnsta kosti fingur til að ég hætti við !! ".
Ég er alin upp í stórum hópi systkina þar sem sísvangir bræður mínir gerðu alltaf tilraunir til að láta mann missa lystina, ef þá langaði í meira. Ég er því nánast laus við allan pempíuhátt í þessum efnum. Þess vegna varð mér það á um daginn að missa það út úr mér þegar ég var að lýsa því hvað mikið væri af hunangsflugum í beðinu hjá nágrannanum, að það hefði verið fljótgert að tína sér í sunnudagsmatinn. Vinnufélagar mínir sögðu fátt en eitthvað hreyfðust barkakýlin ótt og títt hjá sumum.
Í gærkvöldi var svo frumburðurinn að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu um steinaldarmenn, sem átu allt sem að kjafti kom. Hann kippti sér ekkert upp við það þegar lirfurnar hurfu ofan í kappana, en þegar einn þeirra tók stóra kónguló, bruddi hana og spýtti út úr sér loðnum löppunum, þá heyrðist eitthvert OJJJJ-hljóð frá honum. Hann hefur greinilega ekki verið hertur nóg í uppvextinum.
Svo voru þeir sem fengu sér ótrauðir bita - og sögðu: " Það þarf nú að minnsta kosti fingur til að ég hætti við !! ".
Ég er alin upp í stórum hópi systkina þar sem sísvangir bræður mínir gerðu alltaf tilraunir til að láta mann missa lystina, ef þá langaði í meira. Ég er því nánast laus við allan pempíuhátt í þessum efnum. Þess vegna varð mér það á um daginn að missa það út úr mér þegar ég var að lýsa því hvað mikið væri af hunangsflugum í beðinu hjá nágrannanum, að það hefði verið fljótgert að tína sér í sunnudagsmatinn. Vinnufélagar mínir sögðu fátt en eitthvað hreyfðust barkakýlin ótt og títt hjá sumum.
Í gærkvöldi var svo frumburðurinn að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu um steinaldarmenn, sem átu allt sem að kjafti kom. Hann kippti sér ekkert upp við það þegar lirfurnar hurfu ofan í kappana, en þegar einn þeirra tók stóra kónguló, bruddi hana og spýtti út úr sér loðnum löppunum, þá heyrðist eitthvert OJJJJ-hljóð frá honum. Hann hefur greinilega ekki verið hertur nóg í uppvextinum.