september 18, 2003
Vetur !
Í morgun þurfti ég að skafa snjó af bílnum mínum í fyrsta skipti í haust. Ætli sé kominn vetur ? Vona ekki því mér finnst haustið alltaf svo góður tími. Skógurinn er svo fallegur í haustlitunum, veðrið oft gott - hægt að sitja úti á kvöldin í rökkrinu, bara klæða sig aðeins betur en á sumardegi. Þannig er þetta búið að vera núna í september og ég vil gjarnan hafa þetta þannig áfram.
Nanna er farin að hugsa um jólakræsingarnar. Það er fullsnemmt fyrir mig. Ég er vön að undirbúa jólin rétt áður en þau bresta á. Fresturinn er mislangur eftir aðstæðum, allt frá örfáum dögum upp í tvær vikur. Ég neita hins vegar alfarið að byrja jólaundirbúning fyrir 1. des. Oft hefur 9. desember, sem er afmælisdagur litlu systur minnar, minnt mig á að nú ætti ég að fara að byrja á einhverju, en ég þarf yfirleitt aðlögunartíma - svona einn tvo daga - þannig að tvær síðustu vikur fyrir jól er minn tími. Nanna hefur auðvitað þá afsökun að hún er að undirbúa jólaundirbúninginn (er þetta ekki dásamlegt !).
Svona er þetta - örlítil snjókoma og ég farin að blaðra um jólin !!
Nanna er farin að hugsa um jólakræsingarnar. Það er fullsnemmt fyrir mig. Ég er vön að undirbúa jólin rétt áður en þau bresta á. Fresturinn er mislangur eftir aðstæðum, allt frá örfáum dögum upp í tvær vikur. Ég neita hins vegar alfarið að byrja jólaundirbúning fyrir 1. des. Oft hefur 9. desember, sem er afmælisdagur litlu systur minnar, minnt mig á að nú ætti ég að fara að byrja á einhverju, en ég þarf yfirleitt aðlögunartíma - svona einn tvo daga - þannig að tvær síðustu vikur fyrir jól er minn tími. Nanna hefur auðvitað þá afsökun að hún er að undirbúa jólaundirbúninginn (er þetta ekki dásamlegt !).
Svona er þetta - örlítil snjókoma og ég farin að blaðra um jólin !!