september 20, 2003
Við hjónin skruppum áðan og tókum upp u.þ.b. helminginn af kartöflugarðinum okkar, þ.e. garði númer 2. Kartöflur eru mikið borðaðar á mínu heimili og hafðar með öllum mat, eins og ég hef einhvers staðar nefnt áður. Hvað um það, garður númer 1 er hérna í einu horninu á lóðinni hjá okkur, hann er lítill en í hann er farið daglega með pottinn alveg frá því fyrstu dagana í ágúst og langt fram eftir hausti. Garður nr. 2 er svo hér úti í sveit, þar sem tengdaforeldrar mínir rækta sína garðávexti.
Tengdapabbi sagði bóndanum frá því í morgun að það hefði fokið ofan af hluta af garðinum og best væri að taka það upp sem fyrst. Því snöruðumst við af stað í upptöku. Á einum og hálfum tíma tókum við upp um 150 kíló og eigum annað eins eftir. Uppskeran er gífurleg - ekkert óalgengt að undan einu grasi komi 6-8 stærðar kartöflur. Þær stærstu eru á stærð við stærstu gerð af eplum.
Svo er ég að elda hjartasúpu - súpu af lambahjörtum, með helling af rófum, gulrótum, blómkáli og hvítkáli, smávegis af hafragrjónum og salti. Það sem maður þarf að passa er að hreinsa hjörtun vel, láta þau liggja í vatni svolitla stund og hella því af, setja þau í hreint vatn og sjóða. Froðunni sem myndast við suðuna þarf svo að fleyta burt.
Auðvitað eru svo soðnar kartöflur með.
Þessi súpa er vinsælasta tegund kjötsúpu á mínu heimili.
Tengdapabbi sagði bóndanum frá því í morgun að það hefði fokið ofan af hluta af garðinum og best væri að taka það upp sem fyrst. Því snöruðumst við af stað í upptöku. Á einum og hálfum tíma tókum við upp um 150 kíló og eigum annað eins eftir. Uppskeran er gífurleg - ekkert óalgengt að undan einu grasi komi 6-8 stærðar kartöflur. Þær stærstu eru á stærð við stærstu gerð af eplum.
Svo er ég að elda hjartasúpu - súpu af lambahjörtum, með helling af rófum, gulrótum, blómkáli og hvítkáli, smávegis af hafragrjónum og salti. Það sem maður þarf að passa er að hreinsa hjörtun vel, láta þau liggja í vatni svolitla stund og hella því af, setja þau í hreint vatn og sjóða. Froðunni sem myndast við suðuna þarf svo að fleyta burt.
Auðvitað eru svo soðnar kartöflur með.
Þessi súpa er vinsælasta tegund kjötsúpu á mínu heimili.