september 04, 2003
Við ætlum að gera aðra tilraun við Kárahnjúkana eftir vinnu. Það er að vísu dálítill vindur, en eftir rigninguna sem helltist yfir seinnipartinn í gær er loftið trúlega hreint og tært.
Ég var farin að halda að björninn minn væri eitthvað ósáttur við að vera í vinnubúðunum uppi á heiði, því hann er búinn að koma niður þrjú síðustu kvöld og hefur sofið heima. Vissi ekki alveg hvað ég átti að halda, þar til frumburðurinn sagði glottandi að litli bróðir væri að skjótast í pönnukökur. Það þýðir á þeirra máli að hann er að eltast við einhverja stelpu í Húsó . Þetta var alltaf kallað "Vetrarhjálpin" - þegar ungu mennirnir mættu í Húsó á kvöldin, en eftir að þeir synir mínir fengu eitt sinn formlegt boð í pönnukökur á laugardegi eftir ball, heitir þetta að "fara í pönnukökur".
Ég var farin að halda að björninn minn væri eitthvað ósáttur við að vera í vinnubúðunum uppi á heiði, því hann er búinn að koma niður þrjú síðustu kvöld og hefur sofið heima. Vissi ekki alveg hvað ég átti að halda, þar til frumburðurinn sagði glottandi að litli bróðir væri að skjótast í pönnukökur. Það þýðir á þeirra máli að hann er að eltast við einhverja stelpu í Húsó . Þetta var alltaf kallað "Vetrarhjálpin" - þegar ungu mennirnir mættu í Húsó á kvöldin, en eftir að þeir synir mínir fengu eitt sinn formlegt boð í pönnukökur á laugardegi eftir ball, heitir þetta að "fara í pönnukökur".