september 18, 2003
Vinnufélagi minn kom áðan og tilkynnti að nú væri gott að eiga fulla skúffu af ullarsokkum. Ég tók undir það, því mér var kalt á fótunum.
Það sem hann meinti, var hins vegar að í okkar ágæta Kaupfélagi Héraðsbúa (sem reyndar heitir núna Sparkaup, en allir kalla samt Kaupfélagið) voru allir ullarsokkar uppseldir. Ítalirnir höfðu komið og keypt upp lagerinn. Og nú væri hægt að selja ullarsokka á uppsprengdu verði, bara ef maður ætti nóg af þeim.
Prjónakonur Íslands !
Nú er tækifærið !
Það sem hann meinti, var hins vegar að í okkar ágæta Kaupfélagi Héraðsbúa (sem reyndar heitir núna Sparkaup, en allir kalla samt Kaupfélagið) voru allir ullarsokkar uppseldir. Ítalirnir höfðu komið og keypt upp lagerinn. Og nú væri hægt að selja ullarsokka á uppsprengdu verði, bara ef maður ætti nóg af þeim.
Prjónakonur Íslands !
Nú er tækifærið !