október 19, 2003
Bóndinn hringdi frá Noregi, var þar akandi á Bens bílaleigubíl, eðalvagni, að hans sögn. Hann var á leiðinni til Lars skólabróður síns, sem býr austur við Skarnes - á óðali sem heitir Spikset.
Ég horfði á LmGM með öðru auganu, meðan ég eldaði Risotto handa mér og frumburðinum. Björninn minn fór nefnilega til Vestmannaeyja um helgina ásamt kvennaskólastúlkunni sem hann hefur umgengist mikið undanfarnar vikur. Hef lítið frá honum heyrt síðan hann fór en á von á að hann skili sér heim með kvöldfluginu. En aftur að LmGM - mér fannst GM orðinn ákaflega lítið fyndinn í sínum endalausu bröndurum um anda að handan og allt það. Skársta atriðið var "Hvar er húfan mín", skemmtilega klikkað lag og höfundurinn brilljant spaugari.
Spaugstofan átti sína punkta eins og venjulega, en mér fannst
Horfði síðan á frekar slappa gamanmynd með John Cleese og hugsaði með mér: Af hverju er ekki hægt að sýna "Monty Python" í sjónvarpi allra landsmanna.
Ég horfði á LmGM með öðru auganu, meðan ég eldaði Risotto handa mér og frumburðinum. Björninn minn fór nefnilega til Vestmannaeyja um helgina ásamt kvennaskólastúlkunni sem hann hefur umgengist mikið undanfarnar vikur. Hef lítið frá honum heyrt síðan hann fór en á von á að hann skili sér heim með kvöldfluginu. En aftur að LmGM - mér fannst GM orðinn ákaflega lítið fyndinn í sínum endalausu bröndurum um anda að handan og allt það. Skársta atriðið var "Hvar er húfan mín", skemmtilega klikkað lag og höfundurinn brilljant spaugari.
Spaugstofan átti sína punkta eins og venjulega, en mér fannst
- "Viltu meira gel?" á hárgreiðslustofunni og
- "Grípandi melódía" hjá staurblindum félagsmálaráðherra við Kárahnjúka
Horfði síðan á frekar slappa gamanmynd með John Cleese og hugsaði með mér: Af hverju er ekki hægt að sýna "Monty Python" í sjónvarpi allra landsmanna.