október 09, 2003
Það er búið að stela afmælisdeginum mínum !! Það hefur ekki gerst síðan Reagen og Gorbasjov hittust í Höfða hérna um árið. Ég man aldrei hvaða ár það var en daginn man ég af því það var á afmælinu mínu 11. október. Ég gat auðvitað ekki annað en látið það yfir mig ganga. Þar með fannst mér ég vera leggja mitt af mörkum til að gera heiminn friðvænlegri. En núna get ég ekki orða bundist:
Landsleikur í fótbolta - sem tapast örugglega og mér verður kennt um - ekki síst vegna þess að ég er gjarnan beðin um að vera heima eða að horfa a.m.k. alls ekki á svona mikilvæga leiki. Ég sé óheillakráka sem eigi sök á því að leikir tapast.
Þetta er auðvitað algerlega úr lausu lofti gripið og mér finnst þetta verulega ósanngjarnt.
Það er líka verið að auglýsa grimmt annan landleik, formúlu-undanrásir og lokakeppni og ég veit ekki hvað. Ég fylgist lítið með þessu sjálf, en veit að þessir 3 karlmenn sem ég bý með, bóndinn, frumburðurinn og björninn, munu ekki víkja frá sjónvarpstækinu allan laugardaginn 11. október. Kannski ég fari bara í saumaklúbb hjá Siggu Jóns í Reykjavík !!
Landsleikur í fótbolta - sem tapast örugglega og mér verður kennt um - ekki síst vegna þess að ég er gjarnan beðin um að vera heima eða að horfa a.m.k. alls ekki á svona mikilvæga leiki. Ég sé óheillakráka sem eigi sök á því að leikir tapast.
Þetta er auðvitað algerlega úr lausu lofti gripið og mér finnst þetta verulega ósanngjarnt.
Það er líka verið að auglýsa grimmt annan landleik, formúlu-undanrásir og lokakeppni og ég veit ekki hvað. Ég fylgist lítið með þessu sjálf, en veit að þessir 3 karlmenn sem ég bý með, bóndinn, frumburðurinn og björninn, munu ekki víkja frá sjónvarpstækinu allan laugardaginn 11. október. Kannski ég fari bara í saumaklúbb hjá Siggu Jóns í Reykjavík !!