<$BlogRSDURL$>

október 07, 2003

Það er ýmist of eða van. Í gær var ég svo svöng að ég gat ekki hugsað en í dag er því alveg öfugt farið. Bossinn mætti á svæðið og bauð vinnudýrunum í Pizzu í hádeginu. Ég get samt ekkert hugsað neitt skýrar í dag en í gær. Kannski hefur þessi skortur á einbeitingu ekkert með ástandið á maga mínum að gera, heldur það að þegar ég er búin að sitja við tölvu í marga tíma samfleytt, fer þreytan að gera vart við sig.
Þá er ágætt að láta hugann hvarfla aðeins, fara á bloggið og bulla smávegis og halda svo áfram að forrita gagnagrunninn. Eins gott að gera ekki margar villur í því verki. Þær koma í bakið á manni þegar verst gegnir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?