október 02, 2003
Eygló sem vinnur með mér á afmæli í dag. Hún er 35 ára.
Til hamingju - Eygló !
Við erum bara 6 sem vinnum hérna, ég, Eygló og svo fjórir ungir menn á bilinu 30-34 ára. Hún mætti með alveg æðislega köku í morgun og þar sem við sátum og kjömsuðum á góðgætinu, var farið að tala um aldur. Þeir voru að tala um að það færi nú að styttast í þessa tölu hjá þeim o.s.frv. Minn aldur kom til umræðu og var giskað á að ég væri svona 42-43, sem ég varð að játa að er töluvert vanmat.
Ég komst að því að fólk á þessum aldri, 30-35, gerir engan greinarmun á hvort fólk er 45 eða þess vegna 60. Þetta er sama viðhorfið og hjá unglingum sem telja alla yfir 20 vera "kalla og kellingar" og þá sem eru yfir 40 "ellismelli".
Þá fór ég að hugsa: Erum við mannfólkið kannski ekki fær um að gera okkur grein fyrir lengri tíma en svona 10 árum ? Lengist þessi tími eftir því sem við eldumst ?
Ég man að þegar ég var tvítug, fannst mér fólk sem var komið um fertugt, vera gamalt. Mér finnst ég hins vegar ekki vera gömul núna þó ég hafi orðið fertug fyrir nokkrum árum.
Til hamingju - Eygló !
Við erum bara 6 sem vinnum hérna, ég, Eygló og svo fjórir ungir menn á bilinu 30-34 ára. Hún mætti með alveg æðislega köku í morgun og þar sem við sátum og kjömsuðum á góðgætinu, var farið að tala um aldur. Þeir voru að tala um að það færi nú að styttast í þessa tölu hjá þeim o.s.frv. Minn aldur kom til umræðu og var giskað á að ég væri svona 42-43, sem ég varð að játa að er töluvert vanmat.
Ég komst að því að fólk á þessum aldri, 30-35, gerir engan greinarmun á hvort fólk er 45 eða þess vegna 60. Þetta er sama viðhorfið og hjá unglingum sem telja alla yfir 20 vera "kalla og kellingar" og þá sem eru yfir 40 "ellismelli".
Þá fór ég að hugsa: Erum við mannfólkið kannski ekki fær um að gera okkur grein fyrir lengri tíma en svona 10 árum ? Lengist þessi tími eftir því sem við eldumst ?
Ég man að þegar ég var tvítug, fannst mér fólk sem var komið um fertugt, vera gamalt. Mér finnst ég hins vegar ekki vera gömul núna þó ég hafi orðið fertug fyrir nokkrum árum.