október 22, 2003
Í fréttunum í kvöld var fjallað um fornleifaleit á væntanlegu álversstæði í Reyðarfirði. Er skemmst frá því að segja að ef frá eru taldar fornar rústir af einhverju sem hugsanlega er naust eða einhvers konar sjóhús, hafa þessir ágætu fornleifafræðingar og grafarar þeirra ekki gert neinar merkar uppgötvanir - nema að þarna lá hundurinn grafinn og búinn að vera það í einhverja áratugi.
Í dagsljósinu var svo spjallað við Helga Hós. - en einhvern veginn fannst mér spyrjendur og aðrir vera að passa sig á að segja ekkert sem stuðaði karlinn. Hann er reyndar rakinn snillingur - þessi karl - þorir að segja upphátt það sem við hin hugsum stundum en nennum ekki að standa í að hafa skoðun á - opinberlega.
Í dagsljósinu var svo spjallað við Helga Hós. - en einhvern veginn fannst mér spyrjendur og aðrir vera að passa sig á að segja ekkert sem stuðaði karlinn. Hann er reyndar rakinn snillingur - þessi karl - þorir að segja upphátt það sem við hin hugsum stundum en nennum ekki að standa í að hafa skoðun á - opinberlega.