október 20, 2003
Ég er búin að eyða drjúgum tíma um helgina í að þýða skjöl af Makkaformati yfir á PC. Þetta er ótrúlega seinlegt, því ég þarf að smella og velja eitthvað 9 sinnum á hverju skjali. Auk þess er slatti af þessum gögnum af eldri tölvu sem flækir málið enn meir. Það eina sem gerir þetta bærilegt er að margt af því sem þarna er að finna er skemmtilegt aflestrar, sögur og sagnir af ýmsu tagi.
Er annars að berjast við að leysa einhver forritunarvandamál sem ég held ég reyni ekki einu sinni að útlista hér - ekki nema svo einkennilega vilji til að einhver, sem veit allt um CustomValidate fallið í ASP.net, skoði síðuna mína.
Er annars að berjast við að leysa einhver forritunarvandamál sem ég held ég reyni ekki einu sinni að útlista hér - ekki nema svo einkennilega vilji til að einhver, sem veit allt um CustomValidate fallið í ASP.net, skoði síðuna mína.