október 30, 2003
Ég er ekki búin að finna villuna hjá litlu systur ennþá. Tilgátan frá í gær hafði ekki við rök að styðjast.
Í vinnunni er ég yfirleitt að vinna á nokkrum vélum í einu, gagnagrunnurinn á einum stað, þróunarumhverfið á öðrum og öryggisafritunin á þeim þriðja. Allt verður þetta að spila rétt saman til að þau atriði sem ég er að vinna með, vistist og séu aðgengileg til að prófa þau. Ég skrifa smá stubb, prófa, breyti, prófa aftur og svo framvegis. Þetta er allt í lagi ef tölvurnar eru hraðvirkar og ábyggilegar, en ef ekki, ja þá er best að pakka saman og fara heim - og það var nákvæmlega það sem ég gerði í dag.
Ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd, að ég er búin að koma upp þráðlausu innanhúsneti heima hjá mér með þráðlausri tengingu upp í skóla og þaðan út um víðan völl, væri þessi dagur einn af þeim verstu.
En núna sit ég við og skrifa mitt blogg án nokkurrar tilhugsunar um að ég sé að teppa símann, hækka símreikninginn eða eiga á hættu að allt frjósi vegna hægvirkrar símalínu.
Er þetta ekki dásamlegt !!!
Í vinnunni er ég yfirleitt að vinna á nokkrum vélum í einu, gagnagrunnurinn á einum stað, þróunarumhverfið á öðrum og öryggisafritunin á þeim þriðja. Allt verður þetta að spila rétt saman til að þau atriði sem ég er að vinna með, vistist og séu aðgengileg til að prófa þau. Ég skrifa smá stubb, prófa, breyti, prófa aftur og svo framvegis. Þetta er allt í lagi ef tölvurnar eru hraðvirkar og ábyggilegar, en ef ekki, ja þá er best að pakka saman og fara heim - og það var nákvæmlega það sem ég gerði í dag.
Ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd, að ég er búin að koma upp þráðlausu innanhúsneti heima hjá mér með þráðlausri tengingu upp í skóla og þaðan út um víðan völl, væri þessi dagur einn af þeim verstu.
En núna sit ég við og skrifa mitt blogg án nokkurrar tilhugsunar um að ég sé að teppa símann, hækka símreikninginn eða eiga á hættu að allt frjósi vegna hægvirkrar símalínu.
Er þetta ekki dásamlegt !!!