október 30, 2003
Ég hætti í miðju bloggi áðan, þar sem hingað kom kona með fartölvuna sína - desperat - því vírusafár mikið var að herja á innviði tækisins. Hún hafði lánað dóttur sinni vélina, sem annars er eingöngu notuð í vernduðu umhverfi bak við eldveggi og routera Tölvusmiðjunnar. Já, og þegar ég var að fylgja henni til dyra eftir að hafa lofast til að taka að mér slátrara- og sótthreinsunarhlutverkið, sá ég hvar logaði upp úr reykháfnum á húsinu við hliðina. Bóndinn og fleiri nærstaddir fóru í að slökkva eldinn - sem reyndar logaði bara í tjöru og sóti í reykháfnum - og ég fór í slátraragallann, bretti upp ermar og eyddi alls 7 mismunandi vírusum af vélinni.
Við hljótum að hafa náð okkur í að minnsta kosti eitt prik hvort - á góðverkalistanum.
Og varðandi kommentakerfið hjá litlu systur - ég held ég sé búin að finna villuna !!
Við hljótum að hafa náð okkur í að minnsta kosti eitt prik hvort - á góðverkalistanum.
Og varðandi kommentakerfið hjá litlu systur - ég held ég sé búin að finna villuna !!