<$BlogRSDURL$>

október 02, 2003

Ég var að flakka um bloggheima áðan og rak augun í umræðu um landafræði og skort á landafræðikunnáttu. Ég er sem betur fer, já, sem betur fer, af þeirri kynslóð sem lærði landafræði Íslands og Evrópu í barnaskóla. Ég held nefnilega að sú kynslóð sem fékk meiri fræðslu um Tansaníu en Ísland í samfélagsfræði í grunnskóla, hafi verið svikin um þau sjálfsögðu réttindi að fá fræðslu um sitt eigið land, sína eigin þjóð og sögu. Ég var að kenna í grunnskóla um þetta leyti, braut allar reglur og viðmið með því einu að hafa Íslandskort og kortabækur ýmis konar í stofunni þar sem börnin gátu skoðað og leitað uppi þau nöfn sem bar á góma. Þetta var ekki "in" á þeim tíma. Ég mátti heldur ekki kenna reikning, heldur áttu margföldunartaflan og það að taka til láns í frádrætti að "síast inn" hjá börnum, með því að kenna þeim mengjafræði. Bull, eins og svo margt annað í íslensku skólakerfi.

Annað sem ég sá þar: Nanna hefur aldrei komið austur á land og veit þess vegna ekki að Hallormsstaður er þéttbýli, ekki sveit.
Og Nanna, ef þú lest þetta, þér er hér með boðið í skoðunarferð um Hallormsstaðaskóg þegar (ekkert ef !!) þú kemur austur á land.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?