<$BlogRSDURL$>

október 17, 2003

Guðjón Steinar Þorláksson - tónlistarkennari og spaugari er fertugur í dag. Hann er alinn upp í sömu sveit og ég, reyndar bara steinsnar frá Kirkjumel þar sem ég ólst upp. Þegar hann var ungur drengur og gekk í skólann á Kirkjumel, þar sem faðir minn réði ríkjum, fylgdi honum yfirleitt hundurinn Ingólfur Guðbrandsson. Ingólfur beið alltaf eftir stráksa og fylgdi honum síðan aftur heim að skóla loknum. Kom sér vel þar sem umræddur Guðjón þjáðist af myrkfælni og þurfti að ganga fram hjá kirkjugarði á leiðinni í og úr skóla. Pabbi minn sagði seinna að hann hefði útskrifað hundinn úr skólanum um leið og strákinn.
Hundurinn Ingólfur hafði þann leiða sið að gjamma hátt ef gesti bar að garði á Skorrastað. Mun það hafa gerst einu sinni sem oftar og húsfreyja galað á hundinn: "Haltu kjafti, Ingólfur !" Henn brá aðeins við þegar fyrir dyrum úti stóð maður að nafni Ingólfur .....

Bóndinn er að búa sig til ferðar, en hann er að skreppa í nokkra daga til Noregs og Svíþjóðar í þeim tilgangi að skoða gróðrarstöðvar og fleira af því tagi. Hann kemst þess vegna í afmæli Guðjóns í kvöld, en ég sit heima og læt mér leiðast ---- eða ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?