október 05, 2003
Helgin er að verða búin og hefur farið að mestu í heimilisstörf sem vilja safnast upp yfir vikuna þegar mikið er að gera í vinnunni. Ætlaði að skreppa á Norðfjörð í gær en hætti við þar sem tiltektin á heimilinu tók lengri tíma en ráðgert hafði verið. Hugsaði með mér, "fer bara á morgun í staðinn" og ég fór. Komst svo að því þegar ég kom áleiðis upp í Oddskarð að þar var brjálaður bylur og ekkert færi fyrir "vanbúna bíla" eins og minn farkost. Svoooo, við snerum við, já bóndinn var með mér og hann er nú ekki þekktur fyrir að gefast upp, fórum heim aftur og játuðum okkur sigruð í þetta skiptið.
Segir ekki einhvers staðar: Frestaðu aldrei til morguns því sem þú getur gert í dag !!
Segir ekki einhvers staðar: Frestaðu aldrei til morguns því sem þú getur gert í dag !!