október 12, 2003
Helgin er að verða búin. Hún hefur verið frekar óvenjuleg hvað mig snertir. Hér koma nokkur atriði:
- Ég fór í partý á föstudagskvöldið
- Ég fór á ball með hljómsveitinni "Í svörtum fötum"
- Ég átti afmæli í gær
- Ég horfði ekki á Edduverðlaunaafhendinguna
- Ég eldaði engan mat um helgina
- Ég eignaðist hálsmen með grænlenskum steini - nummit
- Ég horfði á landsleik í fótbolta (og getiði hverjum tapið er að kenna ?)
- Ég vann í happdrætti - ekki mikið en samt ....
- Af því ég vann í happdrætti, verð ég að gefa frumburðinum tíma í fótsnyrtingu - áheit, gert einhvern tíma þegar ég sá piltinn berfættan og illa klipptar neglur blöstu við mér, og áheit verður að standa við