<$BlogRSDURL$>

október 06, 2003

Mánudagur - fundardagur - frá kl. 10 til kl. 3, bara smámatarhlé um tólfleytið. Ég nennti ekki að fara neitt út í slydduna, þannig að hádegismaturinn varð einn banani og eitt epli. Ég er orðin svo svöng að ég er hætt að geta unnið neitt af viti. Er búin að klára fundargerðina og ætla að fara að senda hana til þeirra sem fundinn sátu. Ég lendi sjálfsagt í því núna sem ég forðast yfirleitt en það er að fara mjög svöng út í búð. Þá kaupi ég alls konar óþarfa og eitt og annað sem mig dauðlangar í þá stundina en kemst svo ekki yfir að borða þegar heim kemur.

Það er mjög óhagkvæmt að versla í matinn - og vera svangur.

Hvort á ég þá að fá mér að borða fyrst og versla svo eða geyma innkaupin þangað til á morgun ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?