nóvember 03, 2003
Björninn minn var að koma heim og það var stelpulykt af honum. Ekki skrítið - því hann var í heimsókn í Húsó - eins og stundum áður. Og ef hann er ekki í Húsó - er ung námsmey úr Húsó hér. Þetta er ungt og leikur sér - eða svo er sagt.
Frumburðurinn er kominn heim eftir rúmlega vikudvöl í höfuðborginni. Jakkafötin sem hann keypti sér í versluninni High And Mighty eru nógu stór - það þurfti meira að segja að stytta buxurnar á hann. Ég fullyrði að það hefur ALDREI gerst áður, ekki síðan hann var á fyrsta árinu og var spikfeitur hjassi sem sat brosandi á rassinum, og borðaði meira en nokkurt ungabarn á að geta borðað.
Hann getur enn borðað meira en nokkur maður ætti að gera, en hann er mun hreyfanlegri og ekki alveg eins brosmildur.
Eða kannski er minningin bara farin að ryðga aðeins, það eru jú 24 ár rúmlega síðan hann fæddist.....
Frumburðurinn er kominn heim eftir rúmlega vikudvöl í höfuðborginni. Jakkafötin sem hann keypti sér í versluninni High And Mighty eru nógu stór - það þurfti meira að segja að stytta buxurnar á hann. Ég fullyrði að það hefur ALDREI gerst áður, ekki síðan hann var á fyrsta árinu og var spikfeitur hjassi sem sat brosandi á rassinum, og borðaði meira en nokkurt ungabarn á að geta borðað.
Hann getur enn borðað meira en nokkur maður ætti að gera, en hann er mun hreyfanlegri og ekki alveg eins brosmildur.
Eða kannski er minningin bara farin að ryðga aðeins, það eru jú 24 ár rúmlega síðan hann fæddist.....