nóvember 12, 2003
Það er búið að vera allt of mikið að gera hjá mér undanfarna daga. Ég var ekki komin heim úr vinnunni á mánudaginn þegar litli bróðir minn (sem reyndar er miklu stærri en ég) hringdi til að fá leiðbeiningar í tölvumálum. Kjaftaði við hann á leiðinni heim úr vinnunni (já, ég er með handfrjálsan búnað !) - það var ekki nóg, heldur hringdi hann aftur eftir að ég kom heim og á meðan hann var að tala við mig hringdi vinkona mín í svipuðum erindagjörðum. Hennar vandamál var hins vegar óvenju skemmtilegt og spennandi - þannig að ég fór eftir kvöldmat í að hjálpa henni. Við skelltum okkur reyndar í gufubað á eftir, rétt til að ná okkur niður. Það var fínt, nema hvað ofninn var alltaf að slá út rafmagninu og til að komast í rafmagnstöfluna, þurftum við að labba fram hjá nokkrum körlum sem voru að spila POOL. Það þýddi að við gátum ekki farið "á handklæðinu" einu saman og því varð gufubaðið í styttra lagi. Gott samt.
Í gær fór ég á íbúaþing sveitarfélagsins og kom því ekki heim fyrr en um kl. 10 í gærkvöldi. Bakið er farið að mótmæla öllum þessum löngu setum, þannig að í dag ætla ég beint heim eftir vinnu, fara út að labba og slaka svo á þegar ég kem heim aftur.
Kannski ég geri aðra tilraun við gufuna - hver veit !!
Í gær fór ég á íbúaþing sveitarfélagsins og kom því ekki heim fyrr en um kl. 10 í gærkvöldi. Bakið er farið að mótmæla öllum þessum löngu setum, þannig að í dag ætla ég beint heim eftir vinnu, fara út að labba og slaka svo á þegar ég kem heim aftur.
Kannski ég geri aðra tilraun við gufuna - hver veit !!