nóvember 07, 2003
Það er rok og rigning - fegin er ég að þurfa ekki að vera á ferðinni. Bakið er orðið skárra, en hefði þurft að komast í heitan pott, gufu eða nudd. Ég ætla samt ekki að fara að berjast í bandvitlausu veðri langar leiðir til þess. Kannski seinna í dag ef veðrið skánar.
Bóndinn verður sjálfsagt innlygsa í höfuðborginni, ekkert flogið í dag og ekki miklar líkur á að það breytist alveg á næstunni.
Björninn minn er í fríi og er bara lipur að snúast fyrir mömmu sína - það er svo sem ekkert nýtt. Hann hefur alltaf verið hjálpsamur og duglegur, óþarflega snemma fór hann að bjarga málunum sjálfur. Ég gleymi seint jóladagsmorgni, þegar hann skreið upp í til okkar, útataður í matarolíu. Hann hafði verið að ná sér í eitthvað í ísskápnum og skellt um koll matarolíuflösku, sem síðan rann úr út um eldhúsgólfið. Hann "þurrkaði upp" sullið, en við það urðu náttfötin löðrandi í olíu og sama sagan varð með rúmföt okkar foreldranna. Jóladagurinn hófst sem sagt það árið með hreingernigum og þvotti.
Hann er orðinn mun liprari núna.
Bóndinn verður sjálfsagt innlygsa í höfuðborginni, ekkert flogið í dag og ekki miklar líkur á að það breytist alveg á næstunni.
Björninn minn er í fríi og er bara lipur að snúast fyrir mömmu sína - það er svo sem ekkert nýtt. Hann hefur alltaf verið hjálpsamur og duglegur, óþarflega snemma fór hann að bjarga málunum sjálfur. Ég gleymi seint jóladagsmorgni, þegar hann skreið upp í til okkar, útataður í matarolíu. Hann hafði verið að ná sér í eitthvað í ísskápnum og skellt um koll matarolíuflösku, sem síðan rann úr út um eldhúsgólfið. Hann "þurrkaði upp" sullið, en við það urðu náttfötin löðrandi í olíu og sama sagan varð með rúmföt okkar foreldranna. Jóladagurinn hófst sem sagt það árið með hreingernigum og þvotti.
Hann er orðinn mun liprari núna.