<$BlogRSDURL$>

nóvember 19, 2003

Esjan er mikils virði samkvæmt hagfræðingnum sem kom í sjónvarpið í kvöld og lýsti athugunum sínum á auknu verðmæti húsnæðis þar sem sést til Esjunnar.

Þegar ég kom til Reykjavíkur í fyrsta skipti og spurði frænku mína hvar Esjan væri benti hún og sagði: "Þarna" !!
Ég horfði eftir fjalli en sá ekkert.
Nokkrum árum seinna þegar ég var í skóla í Reykjavík, varð mér það á að spyrja sömu spurningar. Bekkjarsystur mínar tvær göptu af undrun: "Esjan, nú þarna er hún"!! og bentu út um gluggann á skólastofunni í KHÍ. Ég sá ekkert fjall en var frakkari en áður og sagði mína skoðun. Þetta væri ekki fjall, bara svona þúst í fjarska.
Ég er alin upp við rætur 1000 m hás fjalls og Esjan var ekki "fjall" skv. minni túlkun á því orði.
Þar með fékk ég DB-stimpil (DB = dreifbýli) og var færð skör neðar í virðingarstiganum. Ég tók því ekki illa, enda alltaf verið hreykin af mínum DB-uppruna.
Ég vissi ekki þá að Esjan væri svona mikils virði....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?