<$BlogRSDURL$>

nóvember 13, 2003

Þetta jólahjal er farið að fara verulega í taugarnar á mér. Verslanirnar eru farnar að flagga jólaskrauti, jólaskrani, jóladrasli og jafnvel jólamat. Ég var að hugsa um það áðan, þegar ég skrapp til að kaupa mér skyr og brauð til að borða í hádeginu, hvort jólaskinkan yrði ekki orðin óþarflega meyr ef maður keypti hana núna. Bragðið gæti líka orðið dálítið "öðruvísi".

Ég er að hugsa um að hundsa allar verslanir sem eru með jóla- eitthvað fyrir 1. desember. Mér sýnist að ég geti með því sparað mér heilmikil fjárútlát, lagt af um nokkur kíló, unnið klukkutíma lengur á hverjum degi og jafnvel eru einhverjir fleiri kostir þessu samfara. Það eru nefnilega næstum allar verslanir farnar að jólast, þó enn séu rúmar 5 vikur til jóla, og ljóst að ég eyði hvorki tíma né peningum það sem eftir lifir af þessum mánuði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?