<$BlogRSDURL$>

nóvember 02, 2003

Fór ásamt bóndanum í klukkutíma göngu í skóginum. Hann að horfa eftir væntanlegum jólatrjám á torg landsmanna, já og jafnvel í öðrum löndum, ég, aðallega að hreyfa mig svolítið, gera tilraunir með myndavélinni minni og svo að fylgjast með fuglalífinu.
Allar mínar tilraunir í ljósmyndun fóru út um þúfur, það var erfið birta og þar að auki hafði bóndinn gleymt að hlaða rafhlöðurnar í vélinni eftir að hann kom heim frá Norge.

Hins vegar sá ég töluvert af fuglum. Glókollarnir, sem eru nýbúar hér, voru í veislu - sitkagreni, þakið sitkalús, var veisluborðið. Þessir skemmtilegu fuglar eru búnir að taka sess músarindilsins sem minnsti fugl á Íslandi. Ég sá músarrindil líka, hann var bara stór miðað við glókollana. Hann var svona eins og skógarþröstur í hópi snjótittlinga. Enga sá ég rjúpuna en slóðir voru eftir hana í snjónum og þar sá ég líka för eftir tófu. Skyldi hún hafa náð rjúpunni ? Ætli Siv viti af þessu ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?