<$BlogRSDURL$>

nóvember 01, 2003

Ég keypti mér 12 kílóa svínslæri í Kaupfélaginu (það heitir víst Samkaup, en hverjum er ekki sama) í gær og það kostaði bara 2400 kr. Það getur varla verið mikið sem aumingja bændurnir fá í sinn hlut af þessu - en mikið rosalega er þetta gott fyrir fjölskyldu eins og okkar, þar sem ekki dugar minna en kíló af kjöti (ásamt meðlæti) í máltíð. Ég verð bara að gefa næsta svínabónda sem kvartar einhverja sárabót, ég á t.d. nóg af kartöflum.
Í kvöld ætlum við hjónin á Bændahátíð, kannski get ég boðið einhverjum fátækum svínabónda í glas !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?