<$BlogRSDURL$>

nóvember 27, 2003

Ég verð að játa að í gær fann ég fyrir strengjum í handleggjum og smá stingjum hér og þar eftir alla hreyfinguna í fyrradag. Ekkert slæmt samt. Dagurinn varð ákaflega viðburðalítill.

Tíðindi dagsins urðu þau að við fengum staðfestingu á að það verður haldið áfram með verkefnið sem við erum að vinna í. Ég hef sem sagt vinnu út næsta ár, nokkuð ljóst og mikil öryggistilfinning sem því fylgir.

Fór heim eftir vinnu og gerði lítið annað en að horfa á sjónvarp og slappa af.

Ég er að búa til viðmót á frumgerðina okkar sem við eigum að sýna samstarfsaðilunum næsta þriðjudag, 9.des. Það er nú bara frekar skemmtilegt að vinna í svona HTML, ASPX og VB forritun, a.m.k. þegar vel gengur.

Ég fór svo aftur í badminton í dag. Veit vel að ég verð að passa á mér hnéð, en það vill gleymast í hita leiksins.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?